
Scheduled: Jul 20 , 18:00
Tengingin við náttúruna
Jörð, vatn og viðvera
3 lotur af góðum hita , ilmolíum og góðri tónlist
“Vellíðan fyrir líkama og huga.”
Verð:5,000 kr.
Scheduled: Jul 20 , 18:00
Jörð, vatn og viðvera
3 lotur af góðum hita , ilmolíum og góðri tónlist
“Vellíðan fyrir líkama og huga.”
Verð:5,000 kr.
Ásdís stofnaði Vestfjarðagusuna í janúar 2025. Þótt hún hafi áður ekki haft sérstakt þol fyrir hita né hefðbundið gufubað, breyttist það allt þegar hún prófaði fargufu í fyrsta sinn í Reykjavík. Þar heillaðist hún af einstöku fyrirkomulagi þar sem tónlist, hiti og kæling skiptast á – og varð algjörlega húkt. Þegar hún síðar flutti til Ísafjarðar fór hún að sakna þess að komast í gusu, svo hún ákvað einfaldlega að láta til skarar skríða og koma upp sínum eigin sánuvagni. Skeljavík varð fyrir valinu – staður sem Ásdís þekkir vel, með svörtu sandströndina, tærum sjónum og stórbrotinni fjallasýn. Betri stað er varla hægt að hugsa sér. Ásdís er mikil keppnismanneskja og hefur í yfir 25 ár stundað hlaup, hjólreiðar og þríþraut. Hún er meira að segja fyrsti Íslendingurinn til að ljúka keppni á heimsmeistaramóti Ironman á Kona, Hawaii – árið 2012. Hún veit því hvað það er mikilvægt að hugsa vel um líkama og sál fyrir góða endurheimt. Áhrifin frá gusunni eru einstaklega góð fyrir alla. Hún elskar að taka á móti gusugestum og njóta þess með þeim sem gusan hefur upp á að bjóða – ekki síst samverunnar og upplifunarinnar sem henni fylgir.